Stundum þarf maður bara nauðsynlega á smá kríu að halda til að ná sér í örlitla aukaorku.
En það er ekkert sjálfgefið að geta sofnað þegar manni hentar. Þá geta góð ráð verið dýr.
Þess vegna erum við hér með nokkur góð ráð sem geta hjálpað þér að fá þér smá blund þegar þú virkilega þarft á því að halda.
1. Breiddu yfir þig
Leggstu út af og breiddu teppi yfir þig svo þér verði ekki kalt og það verði til þess að vekja þig.
2. Borðaðu þessar fæðutegundir
Eftirtaldar fæðutegundir geta auðveldað þér að sofna; mjólk, möndlur, haframjöl og kirsuber.
3. Hvernig þú liggur skiptir máli
Til að forðast að sofna of þungt/djúpt getur verið gott að leggjast ekki alveg niður.
4. Hljóð og myrkur
Það er auðvitað betra að það sé bæði hljóð og myrkur í kringum þig svo þú eigir betur með að sofna. Þannig að svefngríma og eyrnatappar koma að góðum notum.
5. Fáðu þér kaffi
Einhverjir myndu halda að kaffi og kría fari ekki vel saman. En rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem drekka kaffibolla og leggja sig svo í 15 mínútur strax á eftir eru meira vakandi á eftir en þeir sem gerðu bara annað hvort. Staðreyndin er sú að það tekur líkamann 20 mínútur að vinna úr kaffinu til að fá þessa tilfinningu að þú sért glaðvakandi.
Þetta getur góður blundur gert fyrir okkur
Það að fá sér 10 til 20 mínútna kríu eykur orku og árverkni.
60 mínútna blundur skerpir minnið og þú manst frekar nýjar upplýsingar.
Og 90 mínútna blundur skerpir bæði minnið og sköpunargáfuna.
Það getur því greinilega gert okkur gott að fá okkur blund!