Hvað getum við gert þegar við erum ein og eitthvað verður til þess að við erum í orðsins fyllstu merkingu að kafna?
Hvað getum við gert til bjargar okkur sjálfum?
Þessu hljóta margir að hafa velt fyrir sér því það má hæglega komast í þannig aðstæður og slíkt gerir svo sannarlega ekki boð á undan sér. Þetta er eitthvað sem gerist skyndilega og þá þarf að bregðast hratt og rétt við.
Aðferð sem gæti bjargað þér
Við vorum því að vonum ánægð þegar við sáum þessa aðferð hjá honum Jeff þar sem hann kennir okkur leið sem hann segir vera bestu aðferðina til að bjarga sjálfum sér. Jeff hefur mikla reynslu í þessu því hann hefur starfað sem slökkviliðsmaður og bráðaliði og hefur auk þess kennt fyrstu hjálp og skyndihjálp í 24 ár.
Þetta er vissulega ekki sársaukalaus aðferð og ófrískar konur geta t.d. ekki nýtt sér hana. En þótt þetta sé greinilega mjög óþægilegt og jafnvel sárt þá er það klárlega betra en að kafna. Okkur finnst alla vega gott að vita af þessari aðferð og vita hvað hægt er að gera lendi maður einhvern tímann í þessum erfiðu aðstæðum.
Hér sýnir Jeff okkur aðferðina