Ef þér finnst ostur góður þá er þetta eitthvað fyrir þig. Og þetta er í sjálfu sér mjög einfalt að útbúa.
Er svo einfalt
Þessar ostastangir eru alveg eins og þær sem þú færð á veitingahúsi -stökkar að utan og með ljúffengum mjúkum osti að innan.
Mmm… algjört æði!
Það sem þú þarft
stífan/kaldan mozzarella ost
¼ bolli hveiti
2 stór egg
2 msk vatn
2 bollar brauðrasp
ólífuolía
Aðferð
Byrjaðu á því a skera ostinn í hæfilega stórar stangir/bita.
Veltu ostinum síðan upp úr hveitinu.
Hrærðu saman eggjum og vatni.
Dýfðu ostastöngunum í eggjablönduna og gættu þess að hylja þær allar.
Settu brauðraspinn í skál. Veltu stöngunum upp úr raspinum og gættu þess að þekja þær alveg. Hristu af alla auka mylsnu.
Síðan endurtekur þú leikinn og setur stangirnar aftur í eggin og aftur í brauðmylsnuna.
Settu þær svo á disk og láttu inn í frysti í tvo tíma. Með því að fyrsta stangirnar kemur þú í veg fyrir að osturinn leki út um allt þegar stangirnar eru steiktar.
Hitaðu ólífuolíuna og steiktu ostastangirnar. Steiktu bara nokkrar í einu, alls ekki allar. Það á ekki að taka meira en mínútu að steikja ostastangirnar, en þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar gullinbrúnar.
Settu þær því næst á eldhúspappír og leyfðu olíunni að leka af þeim. Berðu þær svo fram með marinara sósu eða sósu að eigin vali.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert