Það eru svo margir Nutella sjúklingar þarna úti – og þeir slá ekki hendinni á móti enn einni Nutella uppskriftinni.
Við hin sem erum ekki eins miklir sjúklingar brosum bara út í annað og njótum góðs af. Hvernig hljómar að gera Nutella-ostaköku mjólkurhristing? Nutella sjúklingur eða ekki, það hljómar vel í mínum eyrum.
Það sem þú þarft (uppskrift fyrir tvo)
500 ml mjólk
4 kúlur vanillu ís
250ml súkkulaðisósa (t.d íssósa) + 1 tsk. nutella
250 ml þeyttur rjómi
2 tsk Philadelphia rjómaostur
1 mtsk Nutella fyrir mjólkurhristinginn + meira Nutella til skreytingar
100 g hakkaðar og ristaðar heslihnetur
350 g fínt muldar Oreo kexkökur
Aðferð
Byrjaðu á því að blanda súkkulaðisósunni við eina teskeið af nutella. Hrærðu þetta saman og leggðu til hliðar.
Þeyttu rjómann þar til hann verður stífur og settu í kæli.
Settu mjólkina, nutella, rjómaostinn og ísinn í blandara og þeyttu saman á hæsta hraða þar til allt hefur blandast vel saman.
Taktu nú glösin sem þú ætlar að bera mjólkurhristinginn fram í og dýfðu brúnunum í súkkulaðisósuna (sem þú lagir til hliðar) og leyfðu smá að leka niður hliðarnar. Dýfðu þeim svo í muldu Oreo kexkökurnar.
Settu nú mjólkurblönduna í glösin og skreyttu toppinn með þeytta rjómanum , meira nutella og heslihnetum og berðu fram strax.
Sjáðu hvernig þetta er gert hér
Sigga Lund