Flestir vita hvað „swing“ er en færri vita út á hvað það raunverulega gengur. Í nútímasamfélagi þykir sumum það ekki lengur eins mikið tabú að stunda þennan lífsstíl heldur lítur fólk svo að að þetta sé aðeins einn möguleiki af mörgum til að uppfylla kynlífslanganir sínar.
„Swing“ er spennandi lífsstíll segja þeir sem stunda það. En það gengur vanalega út á að pör mæla sér mót við önnur pör og skipta mökum. Þetta á sér stað í lokuðum partýum og/eða í heimahúsum. Einhleypar konur eru oftast velkomnar í svona partý, á meðan einhleypir karlmenn eru ekki jafn velkomnir.
En áður en þú verður of spennt/ur fyrir þessu
Oftast er það karlmönnum sem finnst hugmyndin að „swingi„ vera spennandi, en hafa skal í huga að „swing“ lífsstíll getur ekki bætt upp lélegt kynlíf para eða hjóna né getur það komið í staðinn fyrir það. Manneskjan sem þú stundar „swing“ með á að vera sú manneskja sem spilar stórt hlutverk í lífi þínu og ætti „swingið“ eingöngu að vera viðbót við ykkar góða kynlíf.
Ef þú ert spennt/ur að reyna fyrir þér í „swinginu“ og njóta þess þá þarf samband þitt við makann að vera mjög gott. Ykkur verður að líða vel með hvort annað og þið verðið að geta rætt nákvæmlega allt. Þið þurfið einnig að vera næm fyrir tilfinningum hvors annars og geta stundum sett þarfir hins fram fyrir ykkar eigin. Ef þessir hlutir eru í lagi þá getur verið að „swingið“ sé skemmtileg reynsla fyrir ykkur.
Það sem þið þurfið þið að vita
Ef þú og maki þinn ákveða að fara út á þessa braut þá eigið þið eftir að komast að því að það eru nokkrar týpur af „swingurum“ þarna úti.
Lokað „swing“: Það er þegar maki kýs að horfa ekki á þegar hinn makinn nýtur kynlífs með öðrum.
Opið „swing“: Það er þegar maki kýs þess að sjá maka sinn stunda kynlíf með einhverjum öðrum.
Soft „swing“: Það er þegar pör skipta á mökum á meðan á forleiknum stendur en snúa sér að sínum maka þegar kemur að ástarleiknum sjálfum.
Oftast tekur smá tíma að komast inn í svona lífsstíl. En þegar fólk byrjar þá aðlagast það fljótt og skilur og virðir reglur hvers hóps fyrir sig.
Þetta þrennt er mjög mikilvægt
Fyrst og fremst þarf það að vera á hreinu að ef samband þitt eða hjónaband er ekki í góðum farvegi þá er „swing“ ekki svarið.
Í öðru lagi; ef þú og maki þinn eruð feimin að tala um kynlíf við hvort annað er engin leið fyrir samband ykkar að blómstra sem „swingerar“.
Í þriðja lagi ef annar aðilinn er með falinn ásetning og langar að sofa hjá einhverjum öðrum en maka sínum, þá eigið þið ekki von á góðu. Þannig virkar það ekki í samfélagi „swingara“.
Þegar þið komið í partýið
Ef þið viljið að þessi reynsla ykkar verði jákvæð og skemmtileg er mjög mikilvægt fyrir ykkur að vera opin, kurteis og vinaleg með dass af daðri.
Þegar þið komið í ykkar fyrsta „swingpartý“ er eðlilegt að þið upplifið mikla spennu. En ekki láta fólk sjá það, haldið ykkur á mottunni. Reglan er sú að þið byrjið að tala við aðra gesti og daðra svolítið áður en þið gerir ykkur dælt við eitthvert par/hjón.
Takið því rólega og skannið staðinn og fólkið sem þar er. Fylgist með því hvernig þau hegða sér og hvernig samskipti þau eiga hvert við annað. Og þegar ykkur er farið að líða nógu vel blandið ykkur þá í hópinn.
Hafið líka í huga að það er allt í lagi að segja nei. Þið eruð ekki skuldbundin að eiga mök við hvern þann sem brosir til ykkar og gefur ykkur auga. Og ef að þið gerið ykkur dælt við einhvern og viðkomandi segir kurteisislega, nei takk! Takið því með bros á vör og haldið áfram. Ekki spyrja spurninga eins og: Af hverju, eða er eitthvað að mér og svo framvegis. Hafið getnaðarvarnir á hreinu og ekki skammast ykkur fyrir að vilja nota smokk.
Aftur á móti ef þú og maki þinn eruð að hugsa um að skemmta ykkur án þess að eiga mök við þetta ókunnuga fólk er um að gera að skemmta sér í því að blanda geði og njóta þess síðan að horfa á annað fólk stunda kynlíf. Það er oft nóg krydd í tilveruna áður en þið sjálf hefjið ástarleikinn.
Ertu öfundsjúka týpan?
Það er eðlilegt að smá öfundsýki skjóti upp kollinum þegar þú sérð maka þinn með öðrum. Öfundsýkin kemur því viðkomandi er óöruggur, en ef öfundsýkin fer úr böndunum og þið rífist stöðugt um atburðinn, er það klárt merki þessi að þið eruð ekki tilbúin að vera „swingarar“.
Ef þú óttast að maki þinn eigi eftir að fá meiri athygli en þú, og ef þig grunar að maki þinn verði brjálaður að sjá þig með öðrum eða þú óttast að maki þinn verði ástafanginn af öðrum ættirðu að bíða með að verða „swingari“. En ef þið farið út á þessa braut og prufið og eitthvað slíkt kemur upp, er lykilinn að eiga við málið strax og útkljá hlutina.
Verið alveg viss!
Mörg pör trúa því að það að stunda kynlíf með öðrum sé rosalega spennandi – þeim finnst það alla vega hljóma vel. Svo eru til pör sem hafa reynt lífsstílinn sem segja að „swingið“ hafi bætt hjónalíf þeirra.
En það er staðreynd að swing hefur líka eyðilagt sambönd og hjónabönd sem ekki voru sterk fyrir. Pör sem hafa reynt þetta án þess að vera tilbúin hafa upplifað sig svikin og brotin. Farið því varlega og verið 100% viss um að þetta sé það sem þið viljið áður en þið leggið af stað á þessar framandi slóðir.
Sigga Lund