Spánverjar eru ein þeirra þjóða sem lifa hvað lengst og er talið að það sé mataræðinu að þakka.
Fæða Spánverja einkennist af Miðjarðarhafsmataræðinu og er víndrykkja hluti af því og þá sérstaklega rauðvín. En það er t.d. alls ekki óalgengt að Spánverjar snerti ekki vatn með mat og drekki eingöngu rauðvín.
107 ára og drakk eingöngu rauðvín
Antonio Docampo García var einn af þessum Spánverjum en hann lést árið 2016 þá 107 ára að aldri. Og banameinið, jú það var lungnabólga sem að lokum dró hann til dauða. En hann hafði annars alla tíð verið afar heilsuhraustur.
Það má í raun segja að rauðvín hafi runnið um æðar Antonio en hann drakk ekkert annað en sitt eigið rauðvín. Og vatn lét hann t.d. ekki inn fyrir sínar varir. Með hverri máltíð fór hann létt með að drekka meira en einn og hálfan líter af rauðvíni – en það gera rúmlega fjórar flöskur af rauðvíni á dag.
Ekki einn dropa af vatni
Rauðvín var sem sagt það eina sem hann drakk og síðustu árin sem hann lifði lét hann víst ekki einn dropa af vatni ofan í sig. Sonur hans segir að þegar hann hafi dvalið hjá föður sínum hafi þeir farið létt með að torga 200 lítrum af rauðvíni á mánuði.
Antonio var vínbóndi og gerði því sitt eigið vín. Þannig að allt það vín sem hann drakk var án allra aukaefna.
Þrátt fyrir alla þessa rauðvínsdrykkju var Antonio alla sína ævi afar heilsuhraustur og tók engin lyf fyrr en hann var orðinn 103 ára.
Það er nefnilega það!