Sagt er að öll eigum við okkar tvífara einhvers staðar í heiminum. Sumir segja meira að segja að við eigum okkur sjö tvífara, hvorki meira né minna.
Skrýtið eða spennandi?
Hvernig ætli það sé annars að hitta sjö manneskjur sem líta út eins og maður sjálfur?
Svolítið skrýtið, ekki satt?
Ég verð að viðurkenna að mér þætti það samt frekar spennandi og þess vegna lyftist ég aðeins í stólnum þegar ég fann þessa síðu sem hjálpar manni að finna tvífara sinn. Þótt ég myndi ekki hitta nema einn þá gæti það verið ótrúlega gaman – og í sjálfu sér alveg nóg. En það er merkilegt til þess að vita að það sé einhver, eða einhverjir, þarna úti sem eru næstum því nákvæmlega eins og maður sjálfur.
Það var fyrir um ári síðan sem þrír vinir ákváðu að ráðast í þetta verkefni og skoruðu á hvort annað að finna tvífara sinn á aðeins 28 dögum. Niamh Geaney setti upp síðu til að vinna verkefnið og síðan hefur þetta heldur betur undið upp á sig.
Eftir aðeins tvær vikur fann Niamh sinn fyrsta tvífara og hér í myndbandinu að neðan má sjá þegar hún hittir hann.
En hún lét ekki staðar numið þar og urðu tvífararnir fleiri – og í nóvember í fyrra hafði hún fundið tvo til viðbótar.
Ef þig langar að freista þess að finna þinn (eða þína) tvífara geturðu skráð þig HÉR á síðuna hjá þeim.
Freistandi, ekki satt!
jona@kokteill.is