Já það er gott að drekka kaffi – en vissir þú að það er líka gott að nudda kaffi á allan líkamann?
Þá erum við auðvitað ekki að tala um að hella uppáhelltu kaffi yfir líkamann heldur erum við hér að tala um kaffiskrúbb. En kaffiskrúbbi fylgja margir kostir.
Ódýrt og auðvelt
Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað sú hversu ódýrt og auðvelt er að búa hann til – og innihaldið er örugglega til í eldhússkápunum heima hjá þér.
Hér eru kostir kaffiskrúbbs
1. Þú getur borið hann á allan líkamann. Andlitið líka.
2. Þú hreinsar húðina og losar þig við dauðar húðfrumur. Húðin verður endurnærð og mjúk.
3. Skrúbburinn er góður gegn bólum. Koffínið í kaffinu dregur líka úr bólgum og roða. Og ef þú ert gjörn/gjarn á að fá svitabólur þá dregur kaffiskrúbburinn úr þeim.
4. Hann eykur blóðflæði, stinnir húðina og dregur úr appelsínuhúð.
5. Bæði karlar og konur geta notað skrúbbinn.
Og hér er gott ráð fyrir konur; skrúbbið fæturna með kaffiskrúbbi áður en þið rakið þá og raksturinn endist þremur dögum lengur.
Innihald
1 bolli kókosolía (má líka nota ólífuolíu)
½ bolli kaffi (að eigin vali)
tæplega ½ bolli púðursykur (sem sagt aðeins minna af sykri en kaffi)
Aðferð
Byrjaðu á því að setja olíuna í skál og mýkja hana aðeins upp með því að hræra áður en þú setur restina í. Þegar því er lokið setur þú kaffið út í og síðan púðursykurinn. Hrærðu þessu vel saman.
Skrúbburinn er tilbúinn til notkunar strax. Ef þú þarft ekki að nota allt geturðu geymt restina í krukku og notað síðar. En það er mikilvægt að geyma hann við stofuhita og þar sem sólarljós nær ekki til hans.
Athugaðu að skrúbburinn virðist vera stífur í fyrstu en hann mýkist um leið og hann er borinn á húðina.