Góðar og vel unnar auglýsingar geta haft mikinn mátt og jafnvel komið ákveðnum boðskap á framfæri. Í seinni tíð hefur það tíðkast að búin séu til heilu myndböndin fyrir auglýsingaherferðir.
Þetta myndband er gott dæmi um slíkt en hér er verið að auglýsa þvottaefni á Indlandi – en um leið er verið að minna á að í nútímasamfélagi vinni konur og karlar jafn mikið og því sé eðlilegt að deila heimilisstörfunum.
Ekki góð fyrirmynd
Faðir konunnar er í heimsókn hjá dóttur sinni, eiginmanni hennar og barni. Hann áttar sig þá á því að hann hafi líklega ekki verið góð fyrirmynd þegar hún var að alast upp því hann hafi aldrei tekið þátt í heimilisstörfunum og því hafi hún alist upp við að það væri hinn eðlilegasti hlutur. En staðreyndin er sú að 76% indverskra manna telja t.d. að þvotturinn sé nokkuð sem konan eigi alfarið að sjá um.
Hann ákveður að gera breytingar… og það strax!
Já! Þetta er ein af þessum sætu auglýsingum og svei mér þá ef við fengum ekki eitthvað í augað meðan við horfðum 🙂