Súkkulaðikaka er ekki það sama og súkkulaðikaka því sumar kökur eru einfaldlega svo miklu betri en aðrar.
Þeir eru t.d. ekki margir staðirnir sem ég hef fengið alveg ómótstæðilega mjúka og góða súkkulaðiköku – þótt ég hafi vissulega oft fengið góða köku. En það er þetta með þennan ómótstæðilega faktor.
Búin að finna galdurinn
Eins og flest önnur matargöt er maður alltaf að leita leiða til að gera góðan mat (og kökur) betri. Og nú er galdurinn á bak við hina ómótstæðilega mjúku súkkulaðiköku fundinn.
Veitingahúsaeigandinn og kokkurinn Jasper J. Mirabile rekur ítalskan veitingastað sem fjölskylda hans hefur rekið í tugi ára. Þar er meðal annars á boðstólum hin vinsæla og margrómaða súkkulaðikaka sem móðir hans var vön að baka fyrir veitingastaðinn.
Og hvert skyldi hið leynilega innihaldsefni vera sem gefur kökunni hina ómótstæðilegu mjúku aðferð?
Jú, það er majónes!
Ekki gretta þig
En áður en þú grettir þig yfir því að setja majónes í súkkulaðiköku þá bendir Jasper á majónes sé notað í fínustu súkkulaðikökur sem fyrirfinnast. Majónesið kemur í staðinn fyrir olíuna, smjörið eða smjörlíkið.
Það virkar alveg rökrétt í mínum huga og er ég sannfærð um að þessar ómótstæðilegu súkkulaðikökur sem ég hef fengið um ævina innihalda allar majónes.
Jóna Péturs – kokteillinn@gmail.com