Samkvæmt könnunum kemur í ljós að 35 prósent kvenna nota brjóstahaldarann sinn að minnsta kosti fimm sinnum áður en þvær þvo hann. Og 20 prósent kvenna þvo hann hins vegar eftir þrjú skipti og 15 prósent gera það eftir fjögur skipti.
En aðeins 10 prósent kvenna þvo brjóstahaldarann sinn eftir hverja notkun.
Hversu oft þværð þú þinn?
Og hversu oft er ráðlegt að þvo brjóstahaldara?
Gullna reglan í þessu er að þvo brjóstahaldarana eins lítið og maður kemst upp með. Það getur gert illt verra að þvo hann of oft. Það dregur úr stuðningnum sem hann veitir og þeir verða teygðir og of mjúkir allt of fljótt. Þar af leiðandi missir hann lag sitt og hættir að gera gagn.
Það er í góðu lagi að nota haldarann nokkrum sinnum áður en þú þværð hann, það fer reyndar alveg eftir því hvað þú ert að gera frá degi til dags. Ef þú ert til dæmis í starfi þar sem þú svitnar mikið þá viltu kannski þvo hann oftar. Á hinn bóginn ef þú ert í brjósthaldara í aðeins tvo til þrjá tíma þá telst það varla með. En þessi sem þú notar bara spari, hann getur enst í nærfataskúffunni í dágóðan tíma. Íþróttahaldarann ættirðu samt að þvo eftir hvert skipti sem þú ferð í ræktina.
Nauðsynlegt að eiga nokkra til skiptanna
Það er alveg nauðsynlegt fyrir hverja konu að eiga nokkra brjóstahaldara til skiptanna. Þá þarf ekki að stressa sig yfir tímafrekum þvotti þegar hana vantar hreinan til skiptanna. En að vera í sama haldaranum í tvo daga í röð, jafnvel þrjá ætti ekki að vera mikið mál. En aldrei sofa í honum. Brjóstahaldarar þurfa alveg 8-12 tíma til að jafna sig eftir hverja notkun til að komast í sitt fyrra form.
Notaðu alltaf þvottavélapoka
Í flestum tilfellum er best að þvo brjóstahaldara í höndunum. Þannig endast þeir lengur og halda stuðningnum og teygjanleikanum. En það er alltaf best að fara eftir þeim leiðbeiningum sem standa á miðanum á hverjum haldara fyrir sig. Ef þú hins vegar ákveður að setja þá í þvottavélina notaðu þá alltaf mildasta prógrammið á vélinni og stilltu á minnstu þeytivinduna. Það er líka mælt með að nota sérstakan poka fyrir þvott í hvert skipti. Hann kemur í veg fyrir að haldarinn teygist og þæfist.
Forðastu þurrkarann
Aldrei setja brjóstahaldara í þurrkara því það eyðileggur þá. Það er mælt með að leggja þá til þurrkunnar á til dæmis handklæði. Ekki hengja þá á snúru því þeir teygjast og afmyndast.
Áður en þú leggur þá til þerris passaðu þá að skálarnar séu ekki krumpaðar. Það er nauðsynlegt að jafna úr þeim og jafnvel setja eitthvað inn í þær þeim til stuðnings. Notaðu líka handklæði til að þerra mestu bleytuna. Ekki vinda brjóstahaldara. Notaðu sömu aðferð til að þvo íþróttahaldarann. Þótt hann virðist þola meira, þarf að höndla hann mjúklega til þess að hann endist lengur og missi ekki stuðningseiginleika sinn.
Rúsínan í pylsuendanum
Það er ekki bara nóg að hugsa um að þvo haldarana vel. Taktu þetta alla leið. Raðaðu þeim í undirfataskúffuna þína eins og þær gera í nærfatabúðunum. Þannig endast þeir miklu lengur.
Upplýsingar fengnar af vefnum goodhousekeeping.com