Hollywood leikkonan Cameron Diaz býr yfir mikilli visku og innsæi. Það sýnir hún í viðtali sem hún veitti í heimildarmyndinni HUMAN sem kom út árið 2015, en þar talar hún um hina raunverulegu hamingju.
Ekki samhengi á milli frægðar og hamingju
„Það eru svo margir sem halda að hamingjan felist í því að vera frægur. Það er að segja að það sé beint samhengi á milli þess að vera frægur og þess að vera hamingjusöm/samur og njóta velgengni. En þú munt aldrei finna hamingjuna þar“, segir Cameron.
Með þessu er hún samt ekki að segja að hún njóti ekki velgengni sinnar og síns frama heldur vísar hún í fólk sem vill verða frægt bara til að verða frægt – og það getur átt við á öllum sviðum.
Að elska sig og aðra
Cameron talar líka um ástríkt uppeldi sitt og foreldra sína, og hvernig þau voru stöðugt að kenna henni og systur hennar að vera betri einstaklingar og hversu mikilvægt það er að koma vel fram við annað fólk. Að kunna að elska sjálfa sig og aðra.
Þá lýsir hún líka reynslu sinni af því, með tárin í augunum, þegar faðir hennar dó og hversu erfitt var að kveðja hann. Og hvað óvissan um hvernig lífið án hans yrði hræddi hana. En þá fékk hún opinberun sem gerði henni auðveldara að lifa með missinum.
Vertu þú sjálf/ur
Leikkonan er afar einlæg í þessu viðtalsbroti og undirstrikar það að þú munt aldrei verða raunverulega hamingjusöm/samur fyrr en þú leyfir þér að vera þú sjálf/ur. Og þar, og aðeins þar, finnur þú hina raunverulegu hamingju.
Sjáðu viðtalsbrotið við Cameron hérna
Sigga Lund