Leitin að „hinni fullkomnu líkamsímynd“ er ekki eitthvað sem aðeins þjakar konur – því karlmenn finna líka fyrir þrýstingi að hafa rétta líkamann.
Eins og við höfum áður bent á hér á Kokteil er „hinn fullkomni“ líkami ekki til en engu að síður hefur fólk ákveðnar hugmyndir um hvernig hann eigi að líta út og það getur verið ansi breytilegt milli landa og heimsálfa.
Markmiðið að sýna kröfur samfélagsins
Í fyrra birtum við grein (sjá HÉR) sem sýndi hvernig hinn fullkomni kvenlíkami liti út í hinum ólíku löndum. Það var breska lyfja- og læknafyrirtækið Superdrug Online Doctors sem gerðu afar áhugaverða könnun og fengu hönnuði úti um allan heim til þess að fótósjoppa sömu myndina. Áttu hönnuðurnir að breyta myndinni þannig að hún endurspeglaði fegurðarstaðla þeirra lands.
Markmið verkefnisins var að reyna að skilja óraunhæfar kröfur um útlit og fegurð og sýna fram á hversu ólíkt það er frá einu landi til annars.
Nú hafa þeir endurtekið leikinn en með karlmannslíkamann að þessu sinni. Og markmiðið er það sama, þ.e. að sýna fram á óraunhæfar kröfur samfélagsins. Fyrsta myndin hér að neðan er upprunalega myndin, þ.e. áður en henni var breytt. Og síðan má sjá Bandaríkin, Rússland, Ástralíu, Spán og Bretland.
Myndirnar tala sínu máli
HÉR má sjá fleiri myndir.