Það er ekkert leyndarmál að til að húð okkar sé í góðu ástandi er mikilvægt að næra hana rétt. Þess vegna má ég til með að deila með ykkur einu af betri fegrunarráðum sem ég veit um – en ég er búin að nota vörurnar frá Blue Lagoon í um tíu ár og er mikill aðdáandi.
Parabena fríar – sem er mjög mikilvægt
Það sem er auðvitað það langbesta við húðvörurnar er að þær eru allar Parebena fríar og ofnæmisprófaðar sem gerir þær einstaklega góðar fyrir allar konur sem eru í hormónarugli, t.d. konur á breytingaskeiði.
Húðvörurnar frá Blue Lagoon hafa reynst mér afar vel í gegnum árin, hvort sem það er á andlit eða á skrokkinn. Mér finnst það líka kostur að þær eru nær lyktarlausar og því trufla þær ekki lyktina af því ilmvatni sem maður kýs að nota. Enda ekkert huggulegt við það að blanda saman ólíkum ilmum.
Ilmolía og kerti
En Blue Lagoon línan er alltaf að stækka og nú getur maður útbúið sitt eigið spa heima hjá sér með vörum frá þeim. Kerti og ilmolía með ilmstöngum er frábær viðbót og hefur ilmurinn róandi áhrif. Maður stingur einfaldlega stöngunum ofan í olíuna og snýr þeim svo við þegar ilmurinn er farinn að dofna. Ég held að þetta sé eitthvað sem maður verður háður enda lyktin svo notaleg og hlý. Og kertið er ekki síðra en það ber með sér þetta sérstaka andrúmsloft sem fylgir Bláa Lóninu. Þá er glerið utan um kertið ótrúlega smekklegt, svart og glansandi en látlaust.
Andlitsmaski og kornaskrúbbur
Önnur nýjung frá Blue Lagoon eru pakkningarnar með andlitsmöskum og kornaskrúbbi. Þetta kemur í fallegum öskjum og er þeim raðað í öskjurnar eins og konfektmolum. Ótrúlega skemmtilegt og smart. Hver pakkning dugar fyrir eitt skipti og er frábært að setja pakkninguna í frystinn og bera maskann eða skrúbbinn svo beint á andlitið.
Ég er mjög hrifin af dökka kornaskrúbbnum sem er unnin úr hrauni og svo er auðvitað græni náttúrulegi þörungamaskinn algjört uppáhald en hann hef ég notað í mörg ár en reyndar ekki svona frosinn fyrr en nú. Þessir maskar og skrúbbur djúphreinsa, styrkja, næra og mýkja húðina og allt án Parabena. Þegar húðin er farin að eldast er ótrúlega gott að hreinsa húðina svona reglulega og hef ég það fyrir reglu að gera það tvisvar til þrisvar í viku.
Líkamsskrúbbur
Enn ein nýjungin frá þeim er Silica Body Scrub. Og auðvitað er hann í jafn fallegum umbúðum og allt annað í þessari línu. Svart og einfalt og sómir sér vel inni á hvaða baðherbergi sem er. Það er alltaf gott að hreinsa húð líkamans en þegar húðin eldist verður það mikilvægt. Skrúbburinn inniheldur jarðsjó og örfínar kísilagnir sem endurnýja og jafna áferð húðarinnar. Hann hefur góð áhrif á blóðflæði til húðarinnar og eykur ljóma, og ekki veitir af. Ég hef þennan nálægt sturtunni og nota hann 2svar í viku og ber hann þá á raka húðina, skrúbba létt með höndunum og skola vel af. Og síðan næri ég húðina vel á eftir því hún þarfnast þess eftir skrúbbinn.
jona@kokteill.is