Þessar krúttlegu tvíburasystur slást hér um snuðið. Um leið og önnur þeirra er komin með snudduna í munninn rífur hin hana út úr henni.
Svona gengur þetta fram og tilbaka. Inn á milli líta þær svo á foreldra sína sem líklega eru vanir að bjarga málunum þegar svona erjur koma upp en nú þurftu þær að leysa þetta sjálfar 🙂
Sitt sýnist hverjum um þetta en við trúum nú ekki öðru en að foreldrarnir láti þær ekki leika þennan leik oft.