Avókadó hefur verið flokkað sem ofurfæða – ef eitthvað sem kalla má ofurfæða er til. Burtséð frá því er óhætt að segja að avókadó sé óskaplega hollt og gott fyrir okkur og margar góðar ástæður fyrir því að bæta því inn í fæðuna.
En auk þess hversu hollt avókadó er fyrir líkamann þá býður það upp á ótal notkunarmöguleika og mjög auðvelt er að bæta því við daglega neyslu.
Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að borða avókadó á hverjum degi
Góð áhrif á húð og augu
Með því að neyta avókadó reglulega má hægja á öldrun augnanna og koma í veg fyrir truflun á starfsemi þeirra.
Þá hafa næringarefnin í avókadó góð áhrif á húðina og halda henni bæði mjúkri og heilbrigðri sem endurspeglast í unglegri húð.
Lækkar líkurnar á hjartaáfalli
Það er staðreynd að hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsök okkar. Sýnt þykir að neysla avókadó hafi góð áhrif á hjartað og kransæðar á marga vegu. En það er hin góða fita í því sem hefur þessi áhrif. Það getur t.d. hjálpað til við að lækka slæma kólesterólið í líkamanum.
Þá inniheldur avókadó kalíum, lútín og fullt af andoxunarefnum. En öll þessi efni geta komið í veg fyrir bólgur í líkamanum og bætt blóðflæði.
Hjálpar til við að halda þyngdinni í skefjum
Avókadó getur hjálpað til við þyngdartap. Hvern hefði grunað að það að borða fitu myndi losa mann við fitu – en avókadó er einmitt stútfullt af góðri fitu.
Að bæta avókadó inn í máltíðir veitir meiri fyllingu og dregur úr líkum á því að þú borðir of mikið. Avókadó veitir þessa tilfinningu að þú sért södd/saddur og eru það trefjarnar sem valda því.
Sannað þykir að þeir sem neyta avókadó reglulega eru grennri en aðrir.
Getur haft áhrif á þróun krabbameins
Þú gætir dregið úr líkum á því að fá krabbamein með því að borða avókadó á hverjum degi.
Sérfræðingar telja að tengja megi neyslu avókadó beint við lægri tíðni krabbameins í munni. Þá benda líka frumrannsóknir til þess að neysla avókadó geti dregið úr líkum á brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameini. En þetta á þó eftir að rannsaka enn frekar.