Ég laðast að öllu því sem er litríkt. Ég veit ekki hvað það er en þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég heillaðist þegar ég rakst á þetta regnbogaspagettí á dögunum.
Finnst ykkur það ekki töff? Mér finnst það æði. Þetta tekur pasta í alveg nýjar hæðir og svo er þetta algerlega málið fyrir krakkana.
Með þessu er síðan borið fram þetta litla og girnilega Parmesankex.
Það sem þú þarft
Spagettí eða annað pasta
Matarlit
Vatn
Poka
Parmesanost
Aðferð
Þú sýður spagettíið eins og leiðbeiningar segja til um.
Á meðan undirbýrðu pokana, en í hvern og einn fara 2 msk af vatni og um það bil 20 dropar af matarlit. Það eru notaðir 6 litir (rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár og fjólublár) í þessari uppskrift en þú getur haft þá fleiri eða færri, bara eins og þú vilt.
Þegar Spagettíið er tilbúið, settu það þá í sigti og skelltu því strax undir kalda vatnið svo það haldi ekki áfram að eldast. Láttu svo renna vel af því.
Skiptu því svo í pokana og leyfðu litnum að blandast vel saman við. Það er ágætt að miða við að hafa spagettíið að minnsta kosti í eina mínútu í hverjum poka.
Þegar búið er að lita spaghettíið setur þú það allt í sigtið aftur. Skolaðu undir köldu vatni og settu það svo aftur í pottinn til að hita það upp.
Þegar þú ert tilbúin(n) að bera spaghettíið fram settu það aftur í sigtið og láttu leka vel af því. Hristu það vel saman til að litirnir blandist.
Það er rosalega gott að gera Parmesankex til að hafa með. Við mælum með því!
Þannig gerir þú kexið
Hitaðu ofninn í 350 gráður. Settu rifinn Parmesanost í jafnastóra hringi á bökunarplötu. Þú notar um það bil 2 msk af rifnum osti í hverja köku og það er tilvalið að nota kökumót til að hjálpa þér að móta þær.
Bakaðu svo kökurnar í 4-5 mínútur, eða þar til kantarnir fara að brúnast.
Voilà! Þetta er æðislegt. Skemmtið ykkur vel 😀
Sigga Lund
Uppskriftin er fengin hjá www.tablespoon.com