Það eru kostir og gallar við allt er gjarnan sagt. En á það líka við fólk sem býr eitt? Eflaust! Þegar betur er að gáð gætu kostirnir hins vegar verið fleiri en gallarnir.
Grafíski hönnuðurinn Idalia Kandelas hefur mikið spáð í þessi mál og úr varð að hún teiknaði myndir af konum sem búa einar og því hvernig þær njóta litlu hlutanna í lífinu. Með þessum teikningum vill hún sýna fram á að það er munur á því að vera ein og búa ein. Oft finnum við til með fólki sem býr eitt, en hver segir að þetta fólk sé einmana eða óhamingjusamt?
Myndirnar hafa slegið í gegn á veraldarvefnum og er það ekki skrítið því þær tala sínu máli.
Við tengdum strax við þær og vöktu þær upp margar gamlar og góðar minningar.
Hvaða tilfinningar vekja þær upp hjá þér?
Þú getur eytt heilum degi á nærfötunum ef þig langar
Þú getur lesið bók eða hangið í Ipadinum í hvaða stellingu sem er og engin gerir athugsemd
Þú getur skipt um föt hvar sem þér hentar
Farið á klósettið án þess að loka hurðinni og gengið um nakin
Hér má sjá fleiri myndir
Sigga Lund