Það eru margir sem eru duglegir að binda á sig hlaupaskóna og skokka úti í náttúrunni.
Sumir fara í öllum veðrum sem er kannski ekki skrítið því svona hreyfing gerir okkur víst miklu hamingjusamari.
En hvort sem þú ert þaulreynd/ur hlaupari eða ert að stíga þín fyrstu skref í skokkinu ættirðu að kíkja á þessi ráð hér því þau gætu verið afar hjálpleg.
Átta frábær ráð fyrir hlaupara
1. Drekktu banana smoothie til að koma í veg fyrir vöðvakrampa.
2. Drekktu kaffi til að auka þol.
3. Vantar vasa á hlaupagallann? Notaðu skóreimarnar til að festa til dæmis lykil (sjá myndband).
4. Ef hlaupahulstrið fyrir símann finnst ekki, eða hreinlega að þú átt ekki eitt slíkt, þá er einfalt mál að redda sér með einu stykki sokk (sjáðu hvernig það er gert hér í myndbandinu).
5. Er vatnsbrúsinn sleipur á hlaupunum. Vantar þig betra grip? Ekkert mál. Þú reddar þessu með öðrum sokk (sjá myndband).
6. Viltu plata líkamann til að hlaupa hraðar? Einbeittu þér og horfðu á hlut sem er framundan á hlaupaleiðinni, til dæmis tré. Ef þú gerir þetta og sleppir ekki augunum af trénu munt þú hlaupa hraðar og síður finna fyrir þreytunni.
7. Eru fæturnir þreyttir og sárir eftir hlaup? Notaðu tennisbolta til að nudda iljarnar.
8. Settu tennisboltana í frysti til að auka enn frekar áhrif nuddsins.
Hér er myndbandið