Fjölskyldan og barnabörnin þá sérstaklega höfðu miklar áhyggjur af syrgjandi afa sínum eftir að eiginkona hans til 63 ára lést. En ekki nóg með það því hann missti líka hundinn sinn og gerðist þetta hvoru tveggja á fjögurra mánaða tímabili.
Barnabörnin gátu ekki hugsað sér að afi væri aleinn og færðu honum því lítinn yndislegan hvolp. Já hundurinn er svo sannarlega besti vinur mannsins.
Viðbrögð afans eru yndisleg en tilfinningarnar bera hann ofurliði.