Það eru margir sammála því að fátt toppar það að skella sér á kaffihús og fá sér gulrótarköku og kaffi.
Þetta er nefnilega þannig kaka að maður nennir sjaldnast að skella í hana heima hjá sér því það tekur svo langan tíma. En ekki lengur – því nú er þetta gert í bolla.
Prófaðu að skella í þessa gulrótarköku sem tekur aðeins nokkrar mínútur að gera.
Þessi uppskrift er fyrir fjóra bolla
Það sem þú þarft
175 g gulrætur, rifnar fínt
75 g pekanhnetur, fínt saxaðar
4 msk jurtaolía
2 msk mjólk
1 1/2 tsk vanilludropar
110 g púðursykur
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. kanill + til að skreyta með
100 g þeyttur rjómi
12 g vanillusykur
olíu og hveiti fyrir bolla
Aðferð
Blandið olíu, mjólk, vanilludropum og púðursykri saman í skál.
Setjið hveitið, lyftiduftið, saltið og kanilinn í aðra skál og blandið vel saman.
Blandið síðan þurrefnunum varlega saman við vökvann, og hrærið svo að lokum rifnum gulrótum og hnetum saman við. Gætið þess að geyma pínulítið af hnetunum til skrauts.
Smyrjið fjóra bolla að innan með olíu og skipið deiginu jafnt á milli þeirra.
Bakið einn bolla í einu í örbylgjuofni á hæsta styrk í tvær og hálfa til þrjár mínútur.
Leyfið hverjum bolla að kólna áður en þeir eru skreyttir.
Þeytið rjómann og vanillusykurinn saman og setjið slurk ofan á hverja köku áður en þær eru bornar berð fram. Toppið síðan kökuna með því að strá hnetukurli og kanil yfir rjómann.