Hún Joey litla var rúmlega eins árs gömul þegar foreldrar hennar tóku þetta myndband af henni í verslunarferð. En Joey elskar að dreifa gleði og hamingju – enda bræðir hún hjörtu ókunnugs fólks þar sem hún fer.
Hér vinkar hún, heilsar og faðmar vinstri hægri og alveg klárt mál að hún hefur gert daginn betri hjá mörgum þennan daginn því eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og faðmlög eru eitt það besta í heimi.