Það er snilld að taka svona klassískan eftirrétt eins og bananasplitt og breyta honum í hálfgerðan pinnamat. Bæði er það krúttlegt og skemmtilega öðruvísi – og svo er meira að segja ís inni í þessum litlu elskum.
Það er í sjálfu sér engin uppskrift, bara nokkrir punktar
Notaðu stinna banana og skerðu þá í hæfilega bita. Hafðu hýðið á því þannig er auðveldara að vinna með þá.Taktu síðan melónuskeið og skafðu innan úr miðjunni bananabitunum.
Bræddu súkkulaði, taktu hýðið af og dýfðu botninum á bitunum í súkkulaðið og svo strax í litríkt kökuskraut, hnetukurl eða hvað sem þér dettur í hug. Til að flýta fyrir að súkkulaðið þorni skaltu skella skella bitunum inn í frysti í fimm mínútur áður en þú heldur áfram.
Fylltu þá hvern bita með ís að eigi vali og skreyttu með rjóma og kirsuberi.
Þessir bananasplitt bitar eru tilvaldir fyrir börn og fullorðna við hvaða tilefni sem er.
Uppskrift fengin hjá www.bakersroyale.com
Sigga Lund
Kíktu líka á uppskriftina að þessari einföldu og ómótstæðilegu Oreo ostaköku HÉR