Já þú last rétt, freyðivíns frostpinnar!
Þvílík snilld, og það er ótrúlega auðvelt að gera þá. Passaðu þig bara að gera nógu marga því þeir klárast hratt.
Þetta getur varla verið einfaldara
Þú getur notað hvaða freyðivín sem er, nú eða kampavín ef þú kýst það frekar. Svo þarftu bara allskonar ávexti, en í þessum frostpinnum hér eru jarðarber, epli og granatepli.
Aðferð
Fylltu hálft frostpinnamót af freyðivíni og settu svo ávextina í. Fylltu svo mótið upp í topp með meiri freyðivíni ef þarf.
Settu plastfilmu yfir endana, en vertu viss um að gera gat fyrir trépinnana áður en þú stingur þeim inn í mótin.
Settu þetta svo í frysti og frostpinnarnir ættu að vera tilbúnir á 2-4 tímum.
Það er alveg tilvalið að eiga svona frostpinna í frystinum allan ársins hring en algjörlega frábært núna yfir sumartímann. Svo er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða og leika sér með mismunandi freyðivín og ávexti.
Uppskrift fengin hjá www.bakersroyale.com
Sigga Lund