Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það er yfir veturinn þegar kalt er í veðri eða á sumrin í sól og sundi.
Það er hægt að velja á milli fjölda aðferða þegar við viljum dekra við okkur og hárið, svo ekki sé nú talað um allt úrvalið af hárvörum sem hægt er að nota til verksins.
En hvernig hljómar að gefa hárinu vítamínbombu frá náttúrunnar hendi? Það er skemmtilegt og áhugavert að prófa eitthvað nýtt og framandi.
Hér eru nokkrar leiðir til að gefa hárinu ást og umhyggju á náttúrulegan hátt
Hár sem brotnar auðveldlega
Bættu próteini við mataræði þitt. Borðaðu til dæmis meira af eggjum. Þú munt finna muninn.
Fínt hár
Ef þú ert með þunnt og/eða fínt hár þá mun smá banani, egg og olía gera kraftaverk. Banani er bestur til að byggja upp, eggin (sem eru full af próteini ) styrkja hárið og olían gefur því raka.
Þessi hármaski styrkir hárið
½ banani
1 egg
1 tsk kókósolía
1 tsk ólívuolía
1 tsk hunang
60 ml vatn
Settu allt saman í blandara og blandaðu vel saman. Berðu maskann í hárið og hárrótina og leyfðu honum að vera í hárinu í um það bil 30 – 45 mínútur. Til að auka áhrifin er gott að setja plastpoka yfir. Þegar tíminn er liðinn skolarðu maskann vel úr og fylgir eftir með sjampói og hárnæringu. Að lokum skolarðu með köldu vatni.
Hárlos
Ef hárlos er að hrjá þig ættu vítamínin B-6 og B-12 að vera nýju bestu vinir þínir, það er ef þú vilt fá hár þitt aftur á rétt ról. Bættu mjólkurvörum í mataræði þitt, t.d mjólk, skyri og jógúrt og borðaðu meira af kjúklingi til að fá þessi vítamín beint í æð.
Úfið hár
Til að eiga við úfið hár er best að skola það með eins köldu vatni og þú ræður við þegar þú ert búin að þvo það upp úr sjampói og hárnæringu. Berðu svo efni í hárið sem er sérstaklega hannað til að eiga við úfið hár.
Slitið hár
Slétt hár er hættara við að slitna á endum en krullað hár. Slitið hár þarf að hugsa um af mikilli umhyggju, og til að draga úr skaðanum er gott ráð að greiða varlega í gegnum hárið áður en þú bleyttt og þvegið. Svo er um að gera að nota hárefni sem eru hönnuð til að verja slitna enda.
Gróft hár
Majónes og avakadó eru djúpnæring frá náttúrunnar hendi. Þessi blanda mýkir hárið og gerir það meðfærilegra. Auk þess örvar hún hársvörðinn og stuðlar að hárvexti.
Hármaski fyrir gróft hár
1/2 avakadó
1/4 bolli majónes
1 msk kókosolía
1 msk ólívuolía
1 msk hunang
60 ml vatn
Settu allt saman í blandara og mixaðu vel saman. Berðu maskann í hárið og hárrótina og leyfðu honum að vera í hárinu í um það bil 30 – 45 mínútur. Til að auka áhrifin er gott að setja plastpoka yfir. Þegar tíminn er liðinn skolarðu maskann úr og fylgir eftir með sjampói og hárnæringu. Að lokum skolarðu með köldu vatni. Það er ekki vitlaust að setja viðeigandi hárefni í endana til að loka þeim og halda rakanum lengur inni.
Þurrt hár
Ef hárið á þér er þurrt er gott ráð bæta smá hunangi við hárnæringuna þína. Hunangið hjálpar til við að halda rakanum í hárinu og gefur þessa djúpu næringu sem þig vantar.
Feitt hár
Forðastu að nota of mikið af hárvörum í hárrótina. Ef þú notar of mikið framleiðir hárið bara meiri olíu. Forðastu líka allar djúpnæringarvörur. Að nota hárnæringuna bara í endana á hárinu er það sem skiptir máli til að fá jafnvægi á hárrótina.
Þurrkur í hársverði eða flasa
Galdurinn er að blanda saman sama magni af kókósolíu, jójóbaolíu og ólívuolíu. Nuddaðu hársvörðinn og hárið upp úr olíublöndunni og þurrkur og flasa heyra sögunni til.
Vítamínsprengja fyrir allar hárgerðir
Fallegt og heilbrigt hár er svo sannarlega augnayndi og það borgar sig að hugsa vel um það. En hvert sem hárvandamál þitt er þá mun þessi náttúrulega vítamínsprengja lyfta þér (og hárinu á þér) í hæstu hæðir.
Hármaski fyrir allar hárgerðir
½ bolli majónes
1 egg
2 tsk hunang
30 ml vatn
Settu allt saman í blandara og blandaðu vel saman. Berðu maskann í hárið og hárrótina og leyfðu honum að vera í hárinu í um það bil 30 – 45 mínútur. Til að auka áhrifin er gott að setja plastpoka yfir. Þegar tíminn er liðinn skolarðu maskann úr og fylgir eftir með sjampói og hárnæringu. Að lokum skolarðu með köldu vatni. Það er ekki vitlaust að setja viðeigandi hárefni í endana til að loka þeim og halda rakanum lengur inni.
Uppskriftir af möskum og fleira fengið hjá elle.com