Ef þú ert ein af þeim sem hefur aldrei náð tökum á því að krulla hárið með sléttujárninu þá ættirðu að kíkja á þetta.
Sama hvað maður reynir
Vanalega á maður að klemma hárið og snúa járninu á ákveðna vegu til að framkalla hinar fullkomnu krullur og liði. En sama hvað maður reynir það koma engar krullur né liðir. Það eru eflaust margar sem eru sammála þessu.
Þess vegna þessi nýja aðferð
Þetta kennslumyndband frá henni Nicci, hárgreiðslukonu frá Danmörku, sýnir fram á að það er hægt að gera þetta á svo auðveldan og einfaldan hátt. Hún kallar þetta S-liði því hún tekur lítinn hluta af hárinu í einu og setur lokkinn í einskonar S sem hún svo klemmir með sléttujárninu.
Myndbandið hefur slegið í gegn á netinu og er greinilegt að konur taka þessari nýju aðferð fagnandi því loksins getum við allar sett í okkur fallega liði með sléttujárninu. Þetta er það einfalt.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig hún gerir þetta.