Hver vill ekki spara tíma við matseldina en samt borða hollt og gott?
Þessi einfaldi og holli kjúklingaréttur er fullkomin leið til þess. Maður skellir öllu saman á bökunarplötu, kryddar aðeins og hendir inn í ofn. Algjör snilld á dögum þegar of mikið er að gera.
Og við hér elskum allt sem er einfalt og gott – svo þessi sló algjörlega í gegn!
Það sem þarf
2 kjúklingabringur
1 sæta kartöflu
brokkolíhaus eða poka af brokkolí
4 hvítlauksrif
2 msk ferskt rósmarín
1 matskeið paprika
sjávarsalt og nýmulinn pipar
2 matskeiðar ólífuolía (og síðan aðeins í botninn)
Aðferð
Hitið ofninn að 200 gráðum.
Takið bökunarplötu og setjið álpappír í hana ef þið viljið, það má líka alveg setja þetta beint á plötuna.
Stráið ólífuolíu í botninn á plötunni og dreifið vel úr henni með pensli.
Skerið sætu kartöfluna í bita.
Raðið þá kjúklingnum, kartöflubitunum og brokkólí á plötuna.
Stráið öllu kryddinu yfir, einu í einu.
Dreifið síðan ólífuolíunni yfir.
Setjið inn í ofn og bakið í 35 til 40 mínútur – gætið þess bara að kjúklingurinn sé örugglega steiktur í gegn og ef þið notið kjöthitamæli ætti hitinn að ná 75 gráðum.
Njótið!
jona@kokteill.is