Það hefur verið feykivinsælt í nokkurn tíma að setja alls konar mat í krukkur. Það er kannski ekki skrítið því það hentar vel þegar maður ætlar til dæmis að taka nesti með sér í vinnuna, í ferðalagið, útileguna eða bara til að bjóða upp á í partýi.
Svo hefur verið mjög vinsælt að útbúa morgunmatinn sinn í krukkum með hinum ómissandi chiafræjum. Hver kannast ekki við það!
Það eru þó nokkrir kostir við að nota krukkur við matargerðina. Það er vistvænt, skammtastærðin er heppileg og svo er það bara svo skemmtilegt og maturinn verður svo girnilegur. Þú ættir endilega að prófa.
Hefur þú smakkað Burrito í krukku?
Það sem þú þarft
Salatblöð
Kjúkling
Sýrðan rjóma
Svartar baunir
Hrísgrjón
Salsasósu
Rifinn ost
Krukku
Sjáðu svo hér hvernig þetta er gert – Svo einfalt
Sjáðu fleiri hugmyndir af mat í krukkum hér
Sigga Lund