Eplaedik hefur marga góða kosti og við verðum að viðurkenna að sumir þeirra koma virkilega á óvart. Talið er eplaedik geti læknað allt frá vörtum til flensu.
Það besta er auðvitað að þetta er náttúrulegt, ekki dýrt og fæst í næstu verslun. Þess vegna telja sumir sérfræðingar að gott sé að bæta þessum súra vökva inn í fæðuna. En þess utan þá má líka nota hann á heimilinu við ótrúlegustu hluti.
Hér eru 7 aðferðir til að nota eplaedik
Við særindum og óþægindum í hálsi
Prófaðu að blanda saman ¼ bolla af eplaediki og einum bolla af volgu vatni. Gorglaðu síðan þessa blöndu á klukkutíma fresti til að láta edikið vinna á sýklunum.
Fyrir stíflað nef
Eplaedik inniheldur B- og E-vítamín, kalsíum, kalíum og magnesíum, en öll þessi efni geta hjálpað til við að vinna á stíflum og sýkingum í nefgöngum. Það sama á við ef nef er stíflað vegna ofnæmis.
Prófaðu að setja eina teskeið af eplediki út í vatnsglas og drekka næst þegar þú ert stífluð/stíflaður.
Dregur úr uppþembu og vindgangi
Margir nota epledik við meltingarvandamálum.
Gott er að drekka glas af edikinu, þynnt út með vatni, fyrir máltíðir til að koma í veg fyrir uppþembu. Þetta á að koma meltingunni fyrr af stað.
Við flösu
Blandaðu ¼ bolla af eplaediki saman við ¼ bolla af vatni og settu í spreybrúsa. Sprautaðu blöndunni síðan í hárið. Vefðu síðan handklæði um höfuðið og leyfðu þessu að vera í hárinu í um 15 mínútur áður en þú þværð hárið.
Á bletti á sófum, mottum og öðru
Eplaedik getur gert ótrúlegustu hluti við þrif. Notaðu óblandað edik og bættu jafnvel smá salti saman við – nuddaðu þessu á blettinn. Láttu það síðan þorna og ryksugaðu síðan í burtu.
Sem eiturefnalaust hreinsiefni á heimilinu
Búðu til blöndu úr edikinu og vatni – jöfn hlutföll. Notaðu blönduna síðan eins og hvert annað hreinsiefni.
Til að losna við vonda lykt á heimilinu
Blandaðu einum bolla af vatni og einum bolla af ediki saman í spreybrúsa. Sprautaðu þessu síðan þar sem þú þarft að losna við slæma lykt.