Þekkir þú einhvern sem þér finnst vera alveg fáránlega heppinn?
Einhvern sem bókstaflega allt virðist ganga upp hjá?
Hann/hún byrjar oft sögur sínar svona: „Heyrðu, hvað heldurðu að hafi komið fyrir mig í gær …“ Og svo kemur einhver ótrúleg saga af svaka heppni sem ALDREI gæti hent þig. Algjörlega óþolandi, ekki satt? En bíddu aðeins…
Prófessor í sálfræði sem hefur rannsakað þessi mál gaumgæfilega hefur komist að því að það er ekkert til sem heitir ósjálfráð heppni, heldur laðar þú sjálf/ur að þér góða hluti.
Þú getur sjálf/ur ráðið þinni hamingju!
Heppið fólk er opnara gagnvart umhverfi sínu og er ekki eins einsleitt í hugsun og þeir sem ekki hafa orðið eins mikillar gæfu aðnjótandi.
Nú er kominn tími til að snúa gæfunni sér í vil. Hér eru nokkur atriði sem „heppna fólkið“ á sameiginlegt og þú getur auðveldlega tileinkað þér.
Það er ekki flóknara en þessi 5 atriði
1. Heppið fólk býst alltaf við því besta.
2. Heppið fólk tekur eftir því sem aðrir láta framhjá sér fara.
3. Heppið fólk segir „JÁ!“.
4. Heppið fólk lætur hlutina gerast.
5. Heppið fólk dvelur ekki í fortíðinni.
En þetta er engin heppni, ekki satt – Rétt viðhorf og jákvæðni geta nefnilega flutt fjöll!