Það er ekkert nema hollt og gott að hreyfa sig reglulega. Fá hjartað af stað, brenna nokkrum hitaeiningum og styrkja vöðvana.
Mikilli hreyfingu fylgja margar sturtuferðir og það er ekki alltaf gott fyrir hárið. En ekki hafa áhyggjur því hvort sem þú æfir út af fyrir þig eða ferð í ræktina því hér eru þrjú snilldarráð til að vernda hárið.
1. Bleyttu á þér hárið áður en þú ferð í sund
Þú þarft hvort eð er að fara í sturtu. Bleyttu því hárið vel áður en þú stingur þér í laugina. Með því að gera það kemur þú í veg fyrir að hárið drekki í sig klórvatnið sem eyðileggur litinn á hárinu og þurrkar það.
Passaðu bara að þvo hárið vel eftir sundið með góðum hárvörum.
2. Settu maska í hárið áður en þú ferð í ræktina
Að manni hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Enginn lítur fullkomlega út í ræktinni svo það skiptir engu máli þótt þú setjir í þig góðan hármaska og hendir hárinu í snúð áður en þú ferð tækjasalinn, í tíma eða út að hlaupa. Þegar líkaminn fer að hitna af áreynslunni eykur þú virkni maskans svo þú slærð í raun tvær flugur í einu höggi.
3. Fléttaðu hárið kvöldið áður
Ef þú ert til dæmis að fara í jóga eldsnemma um morguninn og veist að þú þarft ekki að þvo á þér hárið eftir tímann, þá er frábært að þvo hárið um kvöldið og binda í tvær fléttur þegar það er orðið þurrt. Flétturnar flækjast hvorki fyrir þér þegar þú sefur eða í jógatímanum.
Eftir tímann ferðu í sturtu án þess að bleyta hárið. Leysir úr fléttunum, frískar upp á hárið með þurrsjampói og þú ert tilbúin fyrir daginn.
Þessi góðu ráð fann ég á www.byrdie.co.uk
Sigga Lund