Þessar gómsætu fylltu kartöflur eru stútfullar af hollustu og efnum sem eru góð fyrir okkur. Margir kannast við djöflaegg, sem eru fyllt egg, en þessar kartöflur eru einmitt hugsaðar þannig.
Þetta er stórsniðugt að bjóða upp á í „brunch“ eða bara hvenær sem hugurinn girnist.
Það sem þarf
10 til 15 smáar kartöflur
Og í fyllinguna
1 dós af kjúklingabaunum
1 msk sítrónusafi
1/3 bolli af kartöflubitunum (það sem er skafið innan úr)
1 msk hvítlauksduft
1 tsk Dijon sinnep
1 tsk túrmerik
2 msk tahini
2 msk vatn
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Hitið ofn að 200 gráðum.
Þrífið kartöflurnar og skerið til til helminga.
Raðið þeim í ofnskúffu.
Stráið salti og ólífuolíu yfir þær.
Setjið inn í ofn og bakið í 40 mínútur.
Takið þá út úr ofninum og skafið miðjuna úr kartöflunum með skeið.
Þegar búið er að skafa innan úr kartöflunum útbúið þá fyllinguna með því að blanda öllu saman í matvinnsluvél. Maukið þar til þetta er orðið kremkennt.
Setjið þá í sprautupoka og fyllið kartöflurnar.
Stráið sjávarsalti eða paprikudufti yfir og skreytið með graslauk.
Njótið!
Jóna Ósk Pétursdóttir