Vissir þú að liturinn á varalitnum þínum segir heilmikið um þig?
Þegar konur kaupa sér varalit taka þær meðvitaða ákvörðun um hvernig lit þær fá sér, en það sem þær vita ekki er að í þeirri ákvörðun spilar undirmeðvitundin líka stórt hlutverk. Þess vegna getur varaliturinn sem þú velur sagt heilmikið um persónuleika þinn.
Hvernig varalit notar þú – og hvað segir hann um þig?
Rauður varalitur
Ef þú ert með eldrauðan varalit öllu jöfnu ertu ástríðufull og kraftmikil. Þú ert djörf og full sjálfstrausts. Þér finnst gaman að vekja aðdáun og þú nýtur athyglinnar.
Fölur fjólublár varalitur (mauve)
Það er hægt að túlka þennan lit á mismunandi hátt. Hann inniheldur einhverskonar samblöndu af fjólubláum og gráum litum. Hann öskrar ekki á þig og er ekki afgerandi áberandi.
Ef þetta er liturinn þinn þá ertu manneskja sem vilt ekki vekja athygli. En þú ert aftur á móti manneskja sem hefur stjórn á öllu og þú veist hvernig þú vilt hafa hlutina. Þú ert skipulögð og þolinmóð og það er heilmikill kraftur í þér.
Ljósrauður varalitur
Ef þú notar þennan lit ertu hógværðin uppmáluð. Þú vilt frekar falla í fjöldann en vera miðpunktur athyglinnar. Þú ert rólegur einstaklingur en alls ekki leiðinlegur. Þú ert full af lífi en sýnir það ekki öllum.
Ferskjulitaður varalitur
Þessi litur segir ekkert annað um þig nema það hversu falleg og góð manneskja þú ert. Ferskjuliturinn stendur fyrir manneskju sem elskar fjölskyldu sína og vini. Þú ert örlát þegar kemur að því að gefa af tíma þínum, orku eða ást.
Skærbleikur varalitur
Ef þú notar skærbleikan varalit sýnir þú umheiminum að þú ert ekki hrædd við að sýna þína villtu og skemmtilegu hlið. Þitt einkunnarorð er „já“, því þú ert alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Það er fátt sem hræðir þig. Ótrúleg ævintýri fylgja þeim sem nota skærbleikan varalit.
Vínrauður varalitur
Þær sem nota vínrauðan varalit eru tælandi manneskjur. Þær kunna að daðra og heilla upp úr skónum. Ef þetta er þinn litur þá ertu manneskja sem ert ekkert að flýta þér þegar kemur að því að ná í það sem þú vilt. Þú tekur þinn tíma og þú vandar þig. Þú ert snillingur í að lifa í núinu og þegar kemur að ástinni elskar þú eltingaleikinn og ert ekkert að flýta þér að segja já.
Fölbleikur varalitur
Öllum finnst þú yndisleg manneskja og þú elskar fallega hluti. Þú hefur dálæti á börnum og dýrum og öllu því sem er mjúkt. Þú ert hamingjusömust með fólki sem fær þig til að segja „Awwww“.
Ljósbrúnn varalitur (taupe)
Þessi litur lýsir manneskju sem er mjög tengd sjálfri sér. Þú ert líka tengd náttúrunni, dýrunum og umheiminum í kringum þig. Þú hefur engan áhuga á yfirborðskenndum og leiðinlegum samskiptum. Allt sem þú sérð eða gerir þarf að hafa dýpri merkingu.
Öðruvísi varalitur
Hvort sem það er blár, grænn, gulur eða einhver annar „öðruvísi“ litur sem þú notar, ertu skapandi manneskja. Þú hefur frjótt ímyndunarafl og ert óhrædd að hugsa út fyrir kassann. Þér er líka alveg sama þótt þú sért stimpluð pínulítið öðruvísi.
Svartur varalitur
Að nota svartan varalit er ekki merki um að þú sér neikvæð eða ill manneskja. En það bendir þó til þess að þú eigir þér dekkri hliðar. Þú ert með svartan húmor og þér er ekki auðveldlega skemmt. Þú fílar ekki skæra liti og finnst þeir of áberandi. Þú fílar öðruvísi bíómyndir, indverska tónlist og bækur skrifaðar um eða af uppreisnarmönnum.
Sigga Lund
Heimildir – littlethings.com