Það er nú bara þannig að stundum erum við á síðustu stundu með hlutina. Það er alltaf nóg að gera og af og til fer skipulagið forgörðum.
Ef þú ert í þeim sporum að þú þarft að töfra fram afmælisköku eða jafnvel gúmmelaði fyrir óvænta gesti á núll einni þá er þessi ískaka lausnin fyrir þig. Þú ert í alvöru aðeins nokkrar mínútur að setja hana saman og hún er bæði dásamleg og töff.
Það sem þú þarft
Tilbúnar íssamlokur (fást pottþétt í Kosti, Hagkaup og víða)
Þeyttan rjóma (má líka vera sprauturjómi)
Tilbúna íssósu með súkkulaðibragði
Litríkt sælgæti eins og Smarties eða M&M
Aðferð
Settu íssamlokur á disk og sprautaðu einu lagi af rjóma yfir þær úr sprautupoka
Nú seturðu súkkulaðisósu yfir og passar sérstaklega upp á að endarnir séu fallegir
Að síðustu dreyfir þú litríka sælgætinu yfir.
Þetta endurtekurðu svo tvisvar í viðbót þar til þú ert komin/n með þriggja laga köku. Athugaðu samt að á efsta laginu seturðu litríka sælgætið ofan á á undan súkkulaðisósunni.
Þú sérð þetta betur í myndbandinu hér:
Sigga Lund