Hver kannast ekki við Egg Benedict?
Þessi dásemd er í uppáhaldi hjá mörgum. Galdurinn við þennan ameríska rétt (fyrir utan sósuna) er hleypta eggið, sem er einfaldlega linsoðið egg án skurnar.
Minna mál en þú heldur
Margir hafa veigrað sér við að reyna að töfra fram þennan rétt heima hjá sér, því þeir halda að það sé einungis fyrir þaulreynda matreiðslumenn að sjóða eggið. En málið er að svo er alls ekki.
Í myndbandinu hér fyrir neðan sýnir listakokkurinn Jamie Oliver okkur á þrjá vegu hvernig á að linsjóða egg án skurnar og auk þess gefur hann okkur hugmyndir að því hvernig við getum framreitt það á mismunandi hátt.
Þetta er minna mál en margur heldur!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig Jamie gerir þetta