Snyrtivörur eru ekki ódýrar – Hvort sem um er að ræða krem eða förðunarvörur þá greiðum við yfirleitt vel fyrir.
En það er kannski einmitt ástæðan fyrir því að við höldum oft lengur í þær en við ættum annars að gera. Því ekki viljum við henda því sem við borguðum mikið fyrir – það hlýtur að vera óhætt að nota þær aðeins lengur og spara peninginn! Eða hvað?
Í raun er það enginn sparnaður að nota vörur sem hafa runnið sitt skeið. Þú greiðir gjaldið bara annarsstaðar því útrunnar snyrtivörur geta leitt til ertingar í húð, roða og oft sýkingar.
Hafðu þetta í huga
Gerlar geta auðveldalega myndast í kremum sem eru í krukkum ef hreinlætis er ekki gætt. Að nota slíkt krem getur leitt til bakteríusýkingar.
Það er t.d. mjög mikilvægt að skipta reglulega um maskara til að minnka líkurnar á augnsýkingum. Ef þú ert stanslaust að bleyta upp í þurra gamla maskaranum eykur það líkurnar á sýklamyndun.
Förðunarvörurnar þínar eru sjaldnast merktar með endingardegi. En þú veist að þær eru útrunnar ef þú sérð breytingu á lit, áferð eða lykt.
Hér má sjá hvað er æskilegt að nota förðunarvörur lengi
Krem sem eru hönnuð til að draga úr (unglinga)bólum renna fyrr út en aðrar vegna hinnar sérstöku efnablöndu (lyfja) sem í þeim er að finna.
Allar náttúrulegar snyrtivörur unnar úr plöntum hafa stuttan endingartíma þar sem engin rotvarnarefni eru notuð.
Og að nota maskarann í 3 mánuði er algjört hámark.
Sjáðu þetta betur hér