Það er fátt sem toppar þá tilfinningu að vera ástfangin/n og því er það kannski ekkert skrýtið að talað sé um bleika skýið í upphafi sambands. Allt verður svo fullkomið og gott.
En eins og fólk getur orðið ástfangið þá getur það líka hætt að vera ástfangið.
Oftar en ekki finna pör og hjón sig í þeim sporum að allt er breytt. Þótt ýmsar ástæður geti legið að baki er ástæðan þó oftast sú að fólk hættir að sinna sambandinu. Það hættir að rækta garðinn sinn og huga að hvort öðru og uppsker eftir því.
Er ástin kannski kulnuð í þínu sambandi?
Hér eru 9 merki þess að þú sért ekki lengur ástfangin/n af maka þínum – svona ef þú ert ekki viss
1. Fiðrildin eru farin
Fiðringurinn í maganum og spenningurinn sem þú fannst þegar bara nafn viðkomandi var nefnt er farinn. Og það sem verra er, þér er orðið alveg sama.
2. Þú grætur reglulega
Þetta er furðulegt, en af einhverri ástæðu þarftu að gráta reglulega. Og þessi tár renna af því þú hefur grátið svo lengi, ekki endilega vegna þess að þér líður illa. Þú varst sorgmædd/ur, en núna ertu bara leið/ur og áttavillt/ur.
3. Þú berst ekki lengur fyrir maka þínum/ykkur
Það er svo sorglegt þegar maður uppgötvar að manni stendur nánast á sama um þá manneskju sem maður í eina tíð var tilbúin/n að fórna öllu fyrir. Þegar þú finnur þig á þessum stað, að þú einfaldlega orkar ekki lengur að berjast fyrir því að hlutirnir lagist hjá ykkur, þá segir það meira en mörg orð.
4. Það sem áður heillaði þig pirrar þig
Manneskjan var svo heillandi! Allt sem hún/hann sagði hitti í mark. En stundum er sjarminn eins og æskan, hún endist bara svo og svo lengi í sumum tilfellum.
5. Þú áttar þig á því að þú átt meira skilið
Þetta snýst ekki um hvor aðilinn er betri eða verri. En þú hefur áttað þig á því að þetta samband gefur þér ekki það sem þú þarfnast og það sem þú átt skilið. Þú finnur að þú elskar sjálfa/n þig meira en makann og ert í raun ekki tilbúin/n að sætta þig við þetta svona. Sú tilfinning er ekki sjálfselska. Þetta heitir einfaldlega að standa með sjálfum sér.
6. Manneskjan sem þú varðst ástfangin/n af er horfin
Það er erfitt að greina á milli hvort er sorglegra: Að ástin geti fuðrað upp, eða að manneskjan sem þú varðst ásfangin/n af hefur breyst svo mikið að þú varla þekkir hana/hann lengur.
7. Snerting er orðin óþolandi
Að haldast í hendur, kyssast og stunda kynlíf er eitthvað sem þú getur ekki hugsað þér. Þegar þú ert komin á þennan stað geturðu treyst á að ástin hafi kulnað.
8. Þú ert hætt/ur að kvarta
Maki kemur seint heim eftir djamm með vinunum/vinkonum og þér er sama. Maki daðrar við einhvern annan á samskiptamiðlum og þér er sama. Þetta skiptir ekki lengur máli. Þú ert komin/n yfir þetta og nennir ekki að standa í röfli.
9. Orðið „sakna“ hefur öðlast nýja merkingu
Einu sinni taldirðu mínúturnar frá því þá sást elskuna þína síðast. En núna skiptir ekki máli hvort þú hafir ekki séð hann/hana í nokkra daga, jafnvel nokkrar vikur, það truflar þig ekkert. Þú auðvitað saknar hans/hennar að vissu marki, því væntumþykja er að sjálfsögðu til staðar. En ef þú finnur þig í þessum sporum er mjög líklegt að ástin til maka þíns sé kulnuð.