Um áramót þegar flestir klæða sig upp er líka gaman að setja hárið upp og skella í eina flotta greiðslu.
Og svo er auðvitað einstaklega smart að vera með uppgreiðslu þegar farið er á nýársfagnað.
Hér er kennslumyndband með þremur flottum greiðslum sem flestir ættu að ráða við. Skynsamlegt er samt að prófa þetta aðeins áður og ekki vænta þess að það gangi fullkomlega upp í fyrstu tilraun. Svo ekki ráðast í greiðslu sem þú hefur ekki gert áður korteri áður en þú þarft að vera tilbúin.