Maður finnur svo sannarlega fyrir því, og verður var við þegar litið er í spegil, að maður er aðeins farinn að eldast. Húðin er ekki eins stinn og áður, hrukkur að verða dýpri, og hárið að breytast.
Forréttindi
En það þýðir auðvitað ekkert að láta þetta eitthvað ná til sín enda eru það forréttindi að fá að eldast. Því er um að gera að taka því með jafnaðargeði og bjóða allar þessar breytingar velkomnar.
Síðan er svo margt í fari okkar sem stenst tímans tönn og virkar út í hið óendanlega – eins og þessi sex atriði hér að neðan sem við könnumst eflaust flest við og eru sögð gera okkur aðlaðandi.
Sex atriði
1. Að brosa!
Að brosa er nr.2 á listanum ( rétt á eftir kynferðislegu aðdráttarafli ) yfir yndislega eiginleika.
2. Að segja sannleikann!
Að segja sannleikann er miklu meira heillandi en að hagræða honum.
3. Að vera snyrtilegur og hreinn!
Að hugsa vel um sjálfan sig hefur t.d. reynst vera mikilvægari þáttur í makavali en náttúruleg fegurð einstaklingsins.
4. Að hlusta!
Það er fágætur eiginleiki að geta hlustað á aðra, þar sem flestum finnst gott að hlustað sé á þá. Að vera sá sem hlustar gerir þig enn meira aðlaðandi.
5. Að hlæja!
Þú þarft ekki sjálf/ur að vera fyndin/n – bara vita hvað er fyndið. Og svo auðvitað að hlæja.
6. Að halda augnsambandi!
Hér er leyndarmál; augu allra eru falleg. Þú verður bara að leyfa að horft sé djúpt í þau til að fegurð þeirra sjáist.