Rósakál var afar vinsælt meðlæti á borðum landsmanna hér áður fyrr en svo er eins og það hafi horfið út og annað tekið við. Það sama virðist hafa gerst úti í hinum stóra heimi – en nú er rósakálið komið aftur inn og er á matseðlum góðra veitingastaða.
En nú eldum við ekki rósakálið eins og við gerðum áður, þ.e. að setja það í pott með vatni og búið.
Nei, við dekrum aðeins meira við það, kryddum og bökum í ofni.
Hér er frábær uppskrift sem við mælum með.
Rósakál sem bragð er að
Það sem þarf
700 gr rósakál
½ bolli jómfrúar ólífuolía
¼ bolli hrísgrjónaedik
¼ bolli hunang
2 matskeiðar sterk Sriracha sósa (eða önnur sterk sósa, fást í asískum verslunum og Hagkaup)
Sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn að 200 gráðum.
Snyrtið rósakálið og skerið til helminga.
Hrærið ólífuolíu, ediki, hunangi og sterku sósunni saman í skál.
Setjið rósakálið út í og veltið upp úr vökvanum þar til það er alveg þakið vökva.
Saltið og piprið að smekk.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið úr rósakálinu í skúffununa og snúið skurðhliðinni niður.
Hellið því sem eftir er af vökvanum í ofnskúffuna og passið að hann dreifist um allt.
Bakið í ofninum í 20 til 30 mínútur eða þar til kálið er orðið stökkt og gyllt að utan og í skurðhliðinni.
Og berið síðan strax fram.
jona@kokteill.is