Það er alltaf jafn gaman að kaupa sér nýja skó – og margir sem eiga ógrynni af skópörum.
En það er kannski ekki alveg jafn gaman að halda öllum skónum fallegum og getur í raun verið höfuðverkur út af fyrir sig.
En hér eru nokkrar leiðir sem þú getur nýtt þér til þess að láta skóna þína endast betur
1. Að þvo strigaskó
Það er svo gott að hvíla hælana endrum og eins og skella sér í strigaskóna. En ekki gera þau mistök sem margir gera og þvo þá í þvottavélinni. Þú gjörsamlega skemmir þá. Notaður frekar rakan klút og þrífðu þá í höndunum.
2. Rúskinn og rigning
Aldrei, aldrei, aldrei vera í rúskinnskóm í rigningu eða í bleytu. Rúskinn og rigning eiga ekki saman. Ef að skórnir blotna teygist á rúskinninu og þeir verða ekki samir eftir það.
3. Notaðu vörn á skóna
Áður en þú byrjar að nota hvaða skó sem er mundu eftir að spreyja vörn á þá og jafnvel vatnsvörn líka þar sem við búum á Íslandi. Með þessu þá bæði lengir þú líftíma þeirra og skórnir líta ferskari út.
Þú færð skóvörn, vatnsvörn og fleira sem ver skóna þína í næstu skóbúð og hjá skósmiði.
4. Ekki ofnota þá
Við eigum flest okkar uppáhalds skópar sem við erum alltaf í. En breyttu til og hvíldu þá annað slagið. Ofnotaðir skór verða svo þvældir og krumpaðir og það er ekki hægt að laga.
Vertu dugleg/ur að breyta til og nota eitthvað af hinum skónum þínum sem þú átt og uppáhalds parið þitt endist mun lengur.
5. Hvar og hvernig þú geymir skóna
Það skiptir máli hvernig við geymum skóna. Hafðu þá þannig að það fari vel um þá. En athugaðu samt að geyma ekki leðurskó í kössum eða lokuðum skópokum. Leðrið þarf að anda og því er best að geyma þá í opnu rými.