Þetta er alveg frábær réttur í „brunchinn“, morgunmatinn, saumaklúbbinn, á kaffiborðið eða til að gæða sér á á köldum vetrardögum.
En auk þess er þetta afskaplega einfalt og við erum svo rosalega hrifin af öllu einföldu og fljótlegu – eins og þið hafið kannski tekið eftir.
Það sem þarf
1 Baguette (snittubrauð)
5 stór egg
1/3 bolli rjómi eða nýmjólk
120 gr af steiktu beikoni – skorið í bita
120 gr niðurrifinn ostur
2 vorlaukar – skornir fínt niður
Aðferð
Setjið eggin í skál og hrærið þau saman.
Blandið mjólk/rjóma, vorlauk, beikoni og osti saman við eggin.
Hrærið þetta allt saman.
Takið brauðið og skerið innan úr því langsum og búið til pláss fyrir fyllinguna.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, leggið brauðið ofan á og setjið fyllinguna í.
Bakið síðan við 175 gráður í 25 mínútur.
Takið út og berið fram heitt.
Svo er bara að njóta!