Okkur líst virkilega vel á þennan Oreo ís og ekki síst þar sem þetta er svo svakalega einfalt.
Innihaldsefnin eru aðeins þrjú og það má meira að segja útbúa ísinn með tveimur efnum.
Þessi er skotheldur um jólin en okkur finnst þó betra að mauka kexið örlítið grófara en hann gerir hér í myndbandinu – því okkur finnst gott að hafa grófari bita.
Það sem þarf
15 Oreo kexkökur
1/2 líter rjómi
2 msk sykur (má sleppa ef vill)
Aðferð
Maukið kexið í matvinnusluvél eða kremjið það í poka (við kjósum síðari kostinn).
Þeytið rjómann og ef þið notið sykurinn bætið honum þá við og klárið að þeyta rjómann.
Blandið að lokum kexinu saman við og setjið í mót.
Frystið – og njótið síðan!
Sjáðu nánar hér í myndbandinu