Þessar ljúffengu Oreo kúlur eru eins og litlir snjóboltar og passa því einstaklega vel við árstíðina.
Fyrir þá sem langar að gera eitthvað sætt og gott fyrir jólin en hafa ekki mikinn tíma þá er þetta alveg tilvalið.
Þetta er afskaplega einfalt og þarf ekki að baka – fínt og fljótlegt föndur fyrir jólin.
Það sem þarf
30 Oreo kexkökur
113 gr rjómaostur við stofuhita
2 bollar hvítt súkkulaði
Aðferð
Setjið kexið í poka og myljið með kökukefli eða öðru slíku. Það má líka alveg setja kexið í matvinnusluvél.
Setjið sv0 mulda kexið í skál.
Bætið rjómaostinum í skálina og blandið vel saman. Notið síðan þeytara til að hræra þetta vel saman.
Búið til kúlur úr deiginu, um 1 teskeið fyrir hverja kúlu.
Setjið kúlurnar á bökunarpappír og inn í frysti í 15 mínútur.
Á meðan kúlurnar eru í frystinum bræðið þá súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Takið kúlurnar úr frystinum og notið tannstöngul til að stinga í þær og húða þær með súkkulaðinu.
Setjið kúlurnar síðan aftur á bökunarpappírinn og dreifið muldu Oreo kexi yfir þær.
Látið súkkulaðið storkna og njótið!