Fylltar smákökur? Já takk!
Þessar eru nú heldur betur gómsætar – og þær eru fylltar. Alltaf svo gaman að prófa eitthvað nýtt og tilvalið að skella í þessar núna á aðventunni.
Það sem þarf
½ bolli bráðið ósaltað smjör
¾ bolli brúnn púðursykur
¼ bolli sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
½ tsk sjávarsalt
½ tsk matarsódi
1 ½ bolli hveiti
2 bollar súkkulaðidropar
Nizza súkkulaðismjör eða Nutella
Uppskriftin ætti að vera um 18 stórar kökur
Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður.
Takið smjörið, púðursykur og sykur og hrærið saman í skál.
Bætið þá egginu út í og blandið vel saman.
Blandið vanilludropum, salti og matarsóda saman við.
Hræðið síðan hveitinu saman við og að lokum súkkulaðinu.
Blandið saman þar til þetta er orðið að þykku deigi.
Takið þá stóra skeið og búið til kökur og fletjið þær aðeins út.
Bætið einni skeið af Nutella á hverja köku og lokið síðan kökunni vel og rúllið henni upp eins og bolta. Gætið þess að Nutellað sé kælt svo það renni ekki.
Setjið á bökunarplötu og bakið í 10 mínútur eða þar til kökurnar eru gylltar og fallegar.
Eftir að þær eru teknar út úr ofninum leyfið þeim þá að kólna í svona 5 mínútur.
Svo er bara að njóta!