Þetta er ekkert grín – en þessar saltkringlu karamellu brownies eru ekkert venjulega góðar.
Þær eru sætar, saltar, brakandi stökkar og fullar af súkkulaði. Punkturinn yfir i-ið er svo girnilega karamellusósan sem rammar þetta fullkomnlega inn.
Svo er þetta svo ofureinfalt og fljótlegt.
Þessar þarftu að prófa!
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Fudge Brownies (og það sem tilgreint er á pakka)
Saltkringlur (ca 3 bollar)
Karamellusósa að eigin vali (hægt að kaupa tilbúna)
Sjávarsalt
Aðferð
Klæðið kökuform með bökunarpappír.
Hrærið deigið saman eins og leiðbeiningar á pakka segja til um.
Setjið svo 1/3 af deiginu á bökunarplötu eða í hæfilega stórt kökumót (klætt með bökunarpappír og smurt með olíu).
Dreifið úr deiginu svo það leggist jafnt í botninn.
Raðið saltkringlum reglulega og jafnt ofan á deigið í botninum og farið síðan aðra umferð. Gætið þess að raða þessu jafnt og reglulega.
Hellið þá restinni af deiginu jafnt yfir.
Bakið síðan í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Til að vera viss um að kakan sé tilbúin er best að nota tannstöngul og stinga í miðjuna og ef hann kemur hreinn upp er kakan tilbúin.
Þegar kakan hefur fengið að kólna er karamellusósan sett ofan á.
Sléttið úr karamellunni svo útkoman verði sem fallegust.
Að lokum er sjávarsalti dreift yfir til að fullkomna þetta ljúfmeti.
Þegar kakan hefur kólnað má taka hana úr mótinu og skera hana í hæfilega kökubita. Uppskriftin ætti að gefa um tólf kökur.
Þessar eru svo sannarlega himneskar!
Uppskriftin er fengin hjá tablespoon.com