Hver elskar ekki góð húsráð?
Þau auðvelda okkur lífið og í mörgum tilfellum gera það skemmtilegra.
Notaðu mat og fleira úr eldhúsinu
En þegar kemur að því að pússa skóna eða losna við óæskilega lykt úr flíkum er matur kannski ekki það fyrsta sem manni dytti í hug að nota.
Bloggarinn Chriselle Lim færir okkur í nýjar hæðir með bloggi sínu þar sem hún kennir okkur 5 snilldar ráð til að fríska upp á fötin í fataskápnum þar sem hún notar mat og fleira sem við eigum í eldhúsinu.
Þetta hljómar einkennilega en það er alveg þess virði að prófa
1. Fjarlægðu óhreinindi og rispur af rúskinnsskóm með gömlu og þurru brauði
2. Settu tepoka í skóna þína og leyfðu þeim að vera yfir nótt til að fjarlægja óæskilega lykt.
3. Spreyjaðu blöndu af vatni og vodka (1 hluti vodka á móti 2 hlutum vatns) á fötin þín til að ná vondri lykt úr þeim.
4. Þurrkaðu viðkvæman þvott í skál sem er hönnuð til að þurrka salat. Þú þarft ekki að bíða í heila eilífð eftir að viðkvæmi þvotturinn þorni.
5. Fjarlægðu svitabletti úr ljósum fötum með ferskum sítrónusafa.