Þessi hristingur er mjög járnríkur. En gæta þarf þess að taka inn járn úr fæðunni sérstaklega þegar borðað er lítið af kjöti. Við fáum járn úr dökkgræna grænmetinu, baunum, korni, fræjum og fleira. Rauðrófur eru t.d. einstaklega járnríkar.
Með því að taka inn C-vítamín með járni eykst frásog þess úr smáþörmunum um 30%. Þess vegna hef ég appelsínu í þessum drykk þar sem þær eru svo ríkar af C-vítamíni.
Uppskrift fyrir 2
1 appelsína
1 ½ bolli rauðrófusafi
1 bolli frosin hindber
1 msk af chia, sett í smá safa af rauðrófu og látið þykkna í smá stund
½ bolli kókosvatn
1 grænkálsblað
1 tsk grænt duft (spirulina, chlorella, turbo green, green mix, spirulina life stream)
1 banani
Aðferð
Allt sett saman í blandarann og hrært þar til silkimjúkt.
Ef þér finnst drykkurinn of þykkur þá geturðu bætt meiri vökva við.
Hafdís Kristjánsdóttir