Mikið rosalega líst okkur vel á þessar kjúklingabombur. Svo er þetta líka einfalt í framkvæmd og við elskum allt slíkt.
Hér er uppskriftin að þessum girnilega rétti og myndbandið sýnir svo auðvitað hvernig á að gera þetta.
Það sem þarf
Kjúklingabringur
Cheddar ostur
1 bolla hveiti
2 egg
½ bolla niðurrifinn parmesan ost
1 matskeið hvítlauksduft
1 matskeið niðurskorna ferska steinselju
1 teskeið pipar
Olía til steikingar
Aðferð
Blandið hveiti, parmesanostinum, hvítlauksduftinu, pipar og steinselju saman í skál. Hrærið saman.
Hrærið eggin í skál.
Sneiðið kjúklingabringurnar í stóra bita. Og skerið holu inn í hvern bita fyrir ostinn.
Skerið cheddarostinn í bita sem passa inn í gatið á kjúklingabitunum.
Fyllið þá hvern kjúklingabita með ostinum.
Veltið síðan kjúklingnum upp úr hveitiblöndunni.
Setjið kjúklinginn síðan í eggin og þekjið.
Og veltið síðan aftur upp úr hveitinu.
Steikið síðan bitana, á djúpri pönnu, þar til þeir eru gylltir og girnilegir.
Svo er bara að njóta!