Á sextíu ára brúðkaupsafmæli sínu tóku þessi yndislegu hjón sig til, meðal annars fyrir barnabarn sitt, og léku saman lag á píanó sem er úr einni fallegusu teiknimynd seinni tíma. En myndin fjallar einmitt um samhent hjón er eldast saman.
Myndin sem um ræðir er teiknimyndin UP, en í þeirri mynd var einmitt þetta fallega lag sem þau spila hér saman.
Barnabarn þeirra er píanóleikarinn Jason Lyle Black, sem er Youtube stjarna – og útsetti hann m.a. lagið fyrir þau.
Þessi áttræðu hjón eru búin að spila saman á píanóið frá því þau giftu sig fyrir sextíu árum. Alveg hreint dásamlegt að eiga eitthvað svona fallegt saman!